Hlaupárs-annáll 2008

verðlaunapeningar2008Þetta ár hefur verið sannkallað hlaupár... ekki aðeins í þeirri merkingu að dagar þess voru 366, heldur í þeirri merkingu að ég hef aldrei hlaupið eins mörg maraþon á einu ári... eða 17 talsins.

Síðasta haust fékk ég hásinameiðsli og varð að hætta við Marine Corps Maraþonið í Washington DC í okt... þess vegna hélt að ég myndi nú ekki hlaupa mikið þetta árið... Crying
En við vorum búin að kaupa ferð til Californíu um áramótin og ég var búin að kaupa mig inn í Rock´N´Roll maraþonið í Arizona... og ég var nokkuð góð í fætinum W00t 

Músíkmaraþonin eru sérstaklega skemmtileg, svo ég ákvað að láta mig hafa það og kraftganga... með þeirri hugsun að hætta þá bara á leiðinni ef hásinin myndi bresta.  Þar með var ekki aftur snúið... þetta varð eina ferðin á árinu sem ég hef aðeins tekið 1 maraþon.

hlaupandikonaNæsta ferð var farin í febrúar og þá voru tekin 2 maraþon á 1 viku. Þegar skólinn var búinn í maí, var þriðja ferðin farin og þá voru tekin 4 maraþon á 3 vikum. Reykjavíkurmaraþon var síðan samviskusamlega farið hér heima í ágúst.

Fjórða maraþonferðin var farin til Usa í september og þetta sinn í miðríkin og á 5 vikum hljóp ég 7 maraþon.
Fimmta og síðasta ferðin var farin rétt fyrir jól og tekin 2 maraþon...

komin í markSamtals eru þetta 17 maraþon á einu ári... og Blush... hummm... eitt hálfmaraþon á Suðurnesjum.
Samtals... 738,5 km
Á þessu ári bætti ég 11 nýjum fylkjum í safnið og hef því afgreitt 31 af 50 fylkjum USA... og maraþonin orðin 98 talsins.

Næsta maraþon er 3. jan í Jackson, Mississippi http://www.msbluesmarathon.com/
og 100. maraþonið verður 11.jan 2009 í Disney í Florida http://www.DisneyWorldMarathon.com 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Glæsilegur árangur hjá Þóru Hrönn í Gamlárshlaupinu... Til hamingju með tímann þinn...
60:36   Þóra Hrönn Njálsdóttir              1951   ÍSÍ

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 1.1.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband