Hlaupið í spik !

Það fer ekki á milli mála, maður er þyngri á sér, eftir allt átið... Auðvitað er ég ekkert öðruvísi en hinir, át á mig gat. En þetta er svo gott Tounge

Ég er að skríða saman eftir ofnæmið sem byrjaði á aðfangadagskvöld. Rakti söguna á hinni síðunni minni, en ég hef verið svolítið þung vegna ofnæmislyfjanna. Var t.d. ekki vöknuð þegar Þóra Hrönn sendi mér sms í morgun og gat því ekki hlaupið með henni.

Ég hljóp ekki út úr dyrunum fyrr en um 4 leytið. Hljóp þá sama hring og síðast þ.e. Garðabæ - hinn styttri, sem mælist 16 km þegar ég hleyp að heiman.  Mér finnst ég vera blessuð í bak og fyrir að hafa ekki fundið neitt til í ökklum eða hendinni og var heldur ekki ,,þung" af lyfjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband