Aðfangadagshlaup

Ég skellti mér út í rokinu í morgun... dásamlegt. Ekki sá ég aðra sálu á hlaupum, en leiðin sem ég hljóp var Garðabæjarhringur ,,hinn styttri"

Við göngustíginn yfir hraunið til Garðabæjar var þak af strætisvagni, stórhættulegt stykki af stærri gerðinni ef það fengi vængi í rokinu. Hringdi í 112... og ég veit ekki hvort ég nenni að hringja í þetta númer aftur... maður fær samband við þennan og hinn en ekki þann sem maður biður um og veit að þekkir umhverfið sem maður er að tala um.

Veðrið versnaði og var á móti mér frá bryggjuhverfinu í Garðabæ og alla leið heim. Ég náði að fara 16 km í dag sem er bara ágætt, göturnar voru auðar og hálkulausar og gott að hlaupa í björtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband