Hrafnistuhringur

Ég náði ekki í Þóru Hrönn og Vala var veik... það var því ekki eftir neinu að bíða, ég hljóp út úr dyrunum kl.2 eh.

Hljóp Hrafnistuhringinn... 12,3 km. í skelfilegri færð, var með gormabrodda sem virkuðu eins og skautar á svellinu. Ekki var maginn til uppörvunar, galtómur uppí koki. Þetta var sem sagt engin skemmtiferð.

En ég lifði þetta af og mun sennilega ekkert læra af þessu... hleyp væntanlega næst á fimmtudag, hvað sem tautar og raular.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband