Zappos.com Las Vegas Marathon, Las Vegas, NV USA
7.des. 2008
http://www.lvmarathon.com
Klukkan var stillt á 3:30...og ég hafði sofið ágætlega, þrátt fyrir að vera þreytt eftir keyrsluna í gær og stressið að vera á síðustu stundu að sækja gögnin.
Við lögðum snemma af stað... sem betur fer, við höfum aldrei kynnst öðru eins skipulagi á lokun gatna. Hótelið okkar er 4-5 mílum frá starti á sömu götu... Lögreglan lokaði öllum götum hér í kring 2 klst. FYRIR hlaupið og við vorum í algerum vandræðum að komast á start.
Þegar við loksins fengum réttar leiðbeiningar, þurftum við að fara norður fyrir maraþonleiðina og svo suður aftur. Það var lítil bið eftir bílastæði loksins þegar við komumst á staðinn og algjör heppni að starfsmenn á golfbíl keyrði okkur að startlínu...
Þegar ég komst inn í þvöguna, voru 2 mín. í skotið... Ræst kl. 6:05... Vá...
Hlaupaleiðin var ágæt, þó ég sé ekki hrifin af löngum og tilbreytingar-lausum ,,keflavíkurvegum" en það var ekki eins áberandi leiðinlegt þegar maður er alltaf í hópi annarra hlaupara.
Tíminn var 4:59:44 á mína klukku... og er ég hæstánægð með það... besti tíminn minn á árinu.
Þetta maraþon var hlaupið til heiðurs Berghildi systir, sem átti afmæli í gær.
Til lukku systir
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Lífstíll, MARAÞON | 7.12.2008 | 22:11 (breytt 8.12.2008 kl. 16:01) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bryndís mín , og til hamingju með þetta hlaup , fínn tími,
og góða heimferð .
bið að heilsa Lúlla,
þín hlaupavinkona Soffía.
soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:34
Takk takk ,Soffía,
Ég hringi í þig þegar ég kem heim, svo við getum hlaupið saman
Við verðum að taka út jólaskreytingarnar í bænum
Bryndís Svavarsdóttir, 8.12.2008 kl. 15:45
Samkvæmt útslitum hlaupsins var flögutíminn 4:59:43
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 8.12.2008 kl. 16:05
Hæ hæ, Til hamingju með hlaupið. Enn eitt fylkið sem búið er.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.