Gögnin sótt í Seattle, Washingston

homepagephoto


Jæja, eftir 2 löng flug komum við í nótt til Seattle... það var ekki eftir neinu að bíða... við ákváðum að kíkja í nokkrar búðir í dag, en mannfjöldinn var slíkur, (Thanksgiving-útsölurnar) eins og á Þorláksmessu, að við ákváðum að sækja bara gögnin fyrir Seattle-maraþonið og tékka á starti og marki.
Hlaupið er sæmilega stórt, veðrið verður lala... vonandi þurrt. Við gleymdum mynda-vélinni á hótelinu, enda átti upphaflega að kíkja í búðir... en það gerir ekkert til.
Expo-ið var ágætt, margt um manninn og spenna í loftinu. Hlaupið verður ræst kl. 8:15 á sunnudagsmorguninn, tímamunurinn er 8 klst. svo ég hleyp af stað kl. 16:15 á íslenskum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband