Hetjuskapur...

Það var ekki glæsilegt veðrið þegar ég leit út um gluggann. Enn dimmt, hávaðarok og fjúkandi snjór  Crying ...einu orði sagt... svona veður sem er gott að fara undir teppi með heitt kaffi og smákökur. 
En það ýtti mér út fyrir dyrnar að ég ætlaði að vera mætt kl. 10 heima hjá Þóru Hrönn.  Ég gleymdi auðvitað að setja á mig broddana... en það varð að hafa það.
Við Þóra Hrönn sýndum þvílíkan hetjuskap að halda okkur við upprunalega áætlun að fara Garðabæjarhring ,,hinn lengri"  Whistling

Við fengum allan pakkann, kulda, hálku og sterkan mótvind. Við Áltanes-afleggjarann kom til greina að stytta leiðina og losna við mótvindinn... en þessar 15 sek. þegar við vorum að ákveða okkur, var logn... og þá gáfu hetjurnar ekkert eftir og áætlun var haldið Tounge

Þóra Hrönn hljóp 14,1 km en ég 20,1 km... þurfti að fara smá krók aukalega í hverfinu til að ná því.

Næsta hlaup á mánudag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband