Við Þóra Hrönn höfðum ákveðið að hlaupa saman í dag... Garðabæjarhringur ,,hinn styttri'' kom til greina. Ég hljóp að heiman og var mætt hjá henni um 17:20... hún vissi ekki til að nein önnur ætlaði að hlaupa, þannig að við héldum af stað.
Það var svo yndislegt veðrið, við gjörsamlega gleymdum okkur á snakkinu... það var blankalogn og þegar við komum í fjörðinn aftur þ.e. eftir Herjólfsgötunni og hlupum eftir gömlu bryggjunni meðfram sjónum, þá spegluðust ljósin í bænum í höfninni...
Þetta var einu orði sagt dásamlegt hlaup. Við vorum svo glaðar og ánægðar með okkur að við ákváðum að finna frekar tíma til að hlaupa saman heldur en að hlaupa einar, sín í hvoru lagi...
Ég ætlaði nú ekki að hlaupa langt en hljóp 16,2 km í dag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.