Garðabær með meiru

Ég bjóst ekki við að nein væri að hlaupa, svo ég lagði af stað um 9 leytið. Hljóp að heiman niður að Lækjarskóla, þaðan eins og ég væri að fara Hrafnistuhringinn, en sveigði af og inn í Garðabæjarhringinn við Kaplakrika...
Þegar ég var komin í Garðabæ fór ég hring utan um bæinn eins og síðast, en var að reyna að lagfæra leiðina til að ná 20 km... Kom upp á veginn í Kópavogi við rauðbrúnu þríbura-blokkirnar (við gatnamótin.) Síðan lá leiðin niður að Arnarnesinu og meðfram sjónum, göngustíginn að Álftanesvegi, yfir hjá Hrafnistu og sjávarleiðina heim...
en þetta dugði ekki, því ég varð að lengja hér í hverfinu til að ná markmiðinu. Endaði í 20,1 km.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband