Ég hafði verið í sambandi við Þóru Hrönn og vissi að hún hvílir fram á mánudag.
Það var smá von um að einhverjar aðrar myndu mæta og þess vegna var ég mætt tímanlega við Lækjarskóla. Engin mætti svo ég hljóp heim til Möggu til að segja henni að það væri ekki til afsökun fyrir að hlaupa ekki... veðrið var svo gott. En hún var ekki heima...
Í dag átti að hlaupa Áslandið, en ýmsir annmarkar hefðu verið á Áslandshringnum ef ég hefði hlaupið hann ein... m.a. hefði hann getað verið styttur verulega þ.e. frá þeim stað þegar ég hefði horft heim... Svo ég ákvað að skella mér Hrafnistuhringinn einu sinni enn - ég fæ aldrei leið á honum. Með króknum heim til Möggu mældist hringurinn 12,4 km.
Framvegis ætla ég að hlaupa fyrr ef ég veit að ég verð ein, betra að hlaupa í björtu.
Næst er það þá á laugardagsmorgunn... ekkert nema gleði og gaman
Flokkur: Íþróttir | 6.11.2008 | 19:30 (breytt kl. 19:33) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.