Fjúkandi vinkonur í fárviðri

Við Vala hlupum á móti hvor annarri, hittumst við Haukavöllinn. Það var fárviðri, hífandi rok og rigning... ekki hundi út sigandi. Það var svo langt síðan við hlupum saman síðast, það var svo mikið að spjalla og gaman hjá okkur... að við hlupum eins og ósjálfrátt Hrafnistuhringinn. Alla leiðina börðumst við við vindinn, rigninguna og myrkrið... mér finnst svo langt síðan ég hef hlaupið í svona miklu myrkri.
Hringurinn mældist 12,2 km hjá mér og við höfum ákveðið að hlaupa þennan hring saman á þriðjudögum.

Næsta hlaup er Áslandsbrekkuhringurinn á fimmtudag... 6.nóv. vonandi hitti ég einhverjar til að hlaupa með Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Bryndís  ,   velkomin heim  , þú slærð ekki  slökuvið,

             já   ég get trúað að það hafi verið  gaman  fyrir  þig að  hlaupa  með  Völu aftur   , ég hef  verið smá  að skokka,  ég fór norður bæinn  á sunnudaginnn það  var mjög fínt, það var svo gott veður,

                                                kveðja    Soffía.

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband