Mason City Marathon, Iowa 26.10.2008

header_r2_c1On the Road for Education
Marathon & Half-Marathon, 10K & 5K, Mason City, IA USA. 26.okt. 2008
http://www.ontheroad4edu.org

Start at Music Man Square. 
Finish at Newman High School.

RunTheRoad4Education Mason City 26.10.2008 003Klukkan var stillt á 5:45, enda erum við stutt frá bæði starti og marki. Veðurspáin var ekki glæsileg, spáði þurru þó það ætti að vera kalt. Þegar við keyrðum framhjá auglýsingaskilti á leið á startið, var hitinn á því 38F... þ.e. 3-4 °c.

Hlaupið var ræst kl 8 í skítakulda. Ég sem hleyp ekki með vettlinga heima, þó það sé frost... var með vettlinga mesta alla leiðina. Vindurinn var þvílíkur á móti og á hlið (Lúlli sagði, 32 metrar eða 12 vindstig) að maður átti í vandræðum með að stjórna fótunum...

RunTheRoad4Education Mason City 26.10.2008 005Leiðin lá út í sveit, undirlagið malarvegir og margir að týna grjót úr skónum. Frá 14-19 mílu hélt ég að ég væri komin á ,,Laugaveginn" og þá brast á stórhríð... trúið þið því ??? Eftir nokkrar mílur slotaði hríðinni, en mótvindurinn var slíkur síðustu míluna að ég tommaði varla á móti veðrinu.

RunTheRoad4Education Mason City 26.10.2008 010Þjónustan á leiðinni var í alla staði til fyrirmyndar og starfsfólkið yndislegt. Eftir hlaupið var boðið upp aðgang að sturtu, handklæði og eitthvað í gogginn.

Ég get ekki annað en verið hæstánægð, eftir allt þetta streð... 5:11:01 á mína klukku... en þeir voru ekki með flögutíma. Lúlli hafði tékkað okkur út á meðan ég hljóp og strax eftir hlaupið og sturtuna keyrðum við beint til Minneapolis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt heimasíðu hlaupsins var þetta minn tími og var ég 3ja í mínum aldursflokki.... alls voru 98 manns í hlaupinu.

Bryndis Svavarsdottir (F51)5:11:028119 / 3FMasters

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 30.10.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband