WhistleStop Marathon, Wisconcin, 11.okt.2008

WhistleStop Marathon & Half Marathon, 10K, 5K, Ashland, WI USA, 11. okt. 2008  
http://www.whistlestopmarathon.com

WhistleStopMarathon Ashland Wi. 11.10.2008Klukkan var stillt á 6:15, þar sem það var stutt fyrir mig að fara í rútuna. Við vorum mætt um 7:30.  Hlaupið byrjaði við Iron River... og hlaupið sem var ræst kl 9, var eftir malar-sveitavegi.
Umhverfið var ótrúlega fallegt í fyrstu - allt í haustlitunum- eins og mynd úr póstkorti.

En sveitavegurinn var beinn og 24 mílna langur... og maður hætti að sjá og meta fegurðina eftir nokkrar mílur.
Ég var alltaf að fá steina í skóna. Leiðin átti að vera "flat at first and then down hill" og ég segi ykkur að hún var öll á fótinn nema síðustu 50 metrarnir í markið voru "down hill."
Hver einasti hlaupari spurði ,,átti þetta ekki að vera down hill?  Tíminn var 5:28:02, bæði flögutíminn og úrið mitt.

WhistleStopMarathon Ashland Wi.11.10.2008 009Lúlli hafði tékkað okkur út af mótelinu á meðan ég var í brautinni og við keyrðum af stað til Minneapolis, strax og ég var búin að fá hlaupajakkann, verðlaunapeninginn, peysuna mína og nærast smávegis.  Þar fórum við beint á sömu áttuna og við vorum á um síðustu helgi.

Ég hef hlaupið 2svar áður í Wisconcin svo ekki fékk ég nýtt fylki hérna. Ég hljóp Fox Cities Marthon í Appleton heimabæ Houdini árið 2000 og Lakefront Marathon í Milwaukee árið 2001. Það var áður en það hvarflaði að mér að fara að hlaupa í öllum fylkjunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt heimasíðu hlaupsins var flögutíminn : 5;28:02

X Svavarsdottir (F)5:28:44723241 / 14Athena5:28:02Hafnarfirdi, Iceland

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.10.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband