Twin Cities Marathon, Minnesota, 5.10.2008

Medtronic Twin Cities Marathon & 10 Mile, 5K, Minneapolis/St.Paul, MN USA, 5.okt 2008 
http://www.mtcmarathon.org/

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Hótelið okkar er mitt á milli start og finish. ca 7 mílur að keyra á startið.
Ég lét klukkuna hringja kl 5. Svaf sæmilega á köflum... þ.e.a.s. ég fór snemma að sofa, en vaknaði við sennilega drykkjulæti í herberginu fyrir ofan okkur... ótrúlegt plamp og dynkir í 2-3 tíma... en svo gat ég sofnað aftur.  Ég er svo sem vön að vera þreytt, þar sem ég hef aðeins einu sinni á allri minni ævi vaknað óþreytt. Gasp

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Lúlli keyrði mig á startið, við vorum komin þangað um sjö. Lentum í vandræðum með gjaldmælirinn en bílastæðið var á besta hugsanlega staðnum, hinum megin við gatnamótin þar sem hlaupið byrjaði, ég þurfti bara að ganga ca 100 metra. Wink

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Hlaupið var ræst kl 8 og á annarri mílu byrjaði að rigna eins og spáin sagði. Þvílíkt úrhelli, ég hefði ekki verið blautari þó ég hefði hent mér í ána. Þeir gorta af því í bæklingnum um maraþonið að hlaupaleiðin sé sú fallegasta í Usa... ég segi nú bara - þeir hafa ekki farið í önnur hlaup og ég man nú ekki mikið frá hlaupinu hérna fyrir 8 árum, annað en að mér fannst hlaupið ,,ekkert sérstakt" og nú hefur það enn lækkað í áliti. Þjónustan á leiðinni var mjög léleg.  

TwinCitiesMarathon 5.10.2008Eftir 9 mílur hafði ég einungis farið í gegnum 2 drykkjarstöðvar W00t Shocking  en svo voru þær á ca 2ja mílna fresti. Áhorfendur eiga allan heiður skilið eftir daginn... að hafa komið að hvetja þrátt fyrir úrhellið í dag... Það stytti upp þegar hlaupið var u.þ.b. hálfnað.

Ég kláraði þetta hlaup á 5:30:19 á mína klukku og var þá orðið nákvæmlega sama á hvað tíma ég kæmi. Ég hafði fengið í bakið á leiðinni... sennilega verið of bogin í rigningunni.

TwinCitiesMarathon 5.10.2008 Matartjöldin sem ganga undir heitinu Míla 27... var bara svipur hjá sjón miðað við fyrir 8 árum... það var allt skammtað ofan í mann og ég hefði gjarnan viljað meira.

Ljósmyndari: Bíðari nr 1 og birting mynda með góðfúslegu leyfi hans  Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt heimasíðunni var flögutíminn : 5:30:19

Bryndis Svavarsdottir (F)5:37:0775882966 / 1195:30:19

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.10.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband