Morgunhlaup...

Við Þóra Hrönn hlupum tvær saman kl 10 í morgun. Ég mætti á bílnum heima hjá henni og við hlupum nákvæmlega á réttum tíma frá Lækjarskóla. Það var planið að fara 10km og upprunalegur Garðabæjarhringur smellpassaði í það. 

Ekki mætti nokkur önnur sála, Þórdís kemur ekki fyrr en 20.sept, Ingileif hljóp í gær, Magga og Soffía létu ekkert heyra frá sér.
Við Þóra Hrönn hlupum þetta samviskusamlega, en þar sem ég hleyp maraþon næsta laugardag var ég aðeins á öðru plani en hún og eftir 5 km saman, skiptum við okkur, og hún fór aðeins á undan.

Hringurinn endaði í 10,3 km og næst á að hlaupa á mánudag kl. 17:30


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband