Ég hef tekið það rólega síðan ég hljóp Reykjavíkurmaraþon...
í gær sendi Gunnlaugi leiðbeinanda mínum BA ritgerðina...(sem ég vona heitt og innilega að ég geti prentað út og skilað fljótlega)...
Um leið og ég sendi hana skrifaði ég honum, að á hverju kvöldi undanfarið hefði ég haldið að ég væri búin með hana og ef ég væri vínmanneskja, væri ég búin að liggja í því undanfarið... til að halda upp á það
Hann var fljótur að svara.... farðu frekar út að hlaupa í rokinu en að fá þér vínglas....
Og ég fór um hádegið í dag... ég er sem sagt komin á götuna aftur
Þar sem þessi tími er utan venjulegs hlaupatíma, hljóp ég ein og að heiman, ég setti saman ágætishring.... hljóp nýja göngustíginn meðfram sjónum þar til ég kom inn í gamla Víðistaðahringinn minn öfugan, og við 10-11 í Setbergi fór ég inn í Áslandsbrekkurnar, en eins og í síðustu skipti, fór ég beint yfir á Ásatorgi og kringum Ástjörnina og heim. Ég náði 10,7 km...
Ég er hjartanlega sammála Gunnlaugi, það er miklu betra að fara út að hlaupa í rokinu (og rigningunni) en að fá sér vínglas.
Flokkur: Íþróttir | 30.8.2008 | 15:24 (breytt kl. 18:41) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.