Það leit ekkert sérlega vel út með veður, en Bylturnar eru svo blessaðar... það hélst nær þurrt fyrstu klukkutímana. Startið var kl 8:40... fínt að byrja snemma.
Ég fór aðeins of hratt af stað en hélt það út þar til ég lenti í mótvindi síðustu 7 kílómetrana á Nesinu.... svo bættist við úði og síðan rigning... en það var ekkert miðað við spána.
Gullið, Bíðari nr 1, beið á 32 km. blettinum og hjólaði með mér síðustu 10 km. Hvílíkur munur að geta farið úr jakkanum, fengið almennilegan orkudrykk hjá honum og félagsskap.... ég er hvorki fyrir Gatorade eða Powerade... svo var þessi elska með súkkulaði og auðvitað myndavélina.
Síðasta km hjólaði hann á undan til að ná mynd í markinu. Ég er hæst ánægð með tímann minn, 5:03:48.... sem ég náði þrátt fyrir mikið æfingaleysi.
4 úr Byltuhópnum hlupu hálft maraþon, Magga og Þórdís hlupu í fyrra en Þóra Hrönn og Ingileif voru að hlaupa vegalengdina í fyrsta sinn... og þetta var glæsilegt hjá þeim öllum.
Til hamingju með hlaupið stelpur
Margrét Halldórsdóttir 2:05:30
Þórdís Bjarnadóttir 2:21:17
Þóra Hrönn Njálsdóttir 2:21:24
Ingileif Malmberg 2:22:02
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Lífstíll, MARAÞON | 23.8.2008 | 16:21 (breytt 29.11.2008 kl. 18:31) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bryndís mín flott hjá þér, glæsilegur tími. Veðrið var frábært í 1/2 ekki dropi úr lofti og vindur hægur. Frænka mín náði 5.03. Við vorum mjög sáttar.
kv. Magga
Búkollur, 23.8.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.