Eftir verslunarmannahelgi...

Cool     Ég náði ekki að hlaupa í gær... Við komum ekki heim fyrr en um kvöldmatarleytið. Við vorum með dætrunum og fjölskyldum þeirra á Snæfellsnesi frá föstudegi til mánudags... nánar til tekið á Arnarstapa.
Helgin og öll samveran heppnaðist einstaklega vel... Gengið var til Hellna og til baka og Stapafellið var klifið ásamt öðrum skemmtilegheitum.

Veðrið var dásamlegt... og ekki ætlar sólinni að linna, þess vegna var dásamlegt að fara út í dag og hlaupa. Við vorum 3..... Magga, Þóra Hrönn og ég. Við fórum 11,6 km samkvæmt mínu úri... skemmtilegan Garðabæjarhring.

Þóra HrönnNákvæmlega á 5 km punktinum... fór Þóra Hrönn á hausinn... varð formlega BYLTA. Hún hruflaðist á hné og lófum en vildi halda áfram með hringinn.
Það er alltaf jafn óþægilegt að detta og sérstaklega á steypu eða grófu malbiki.... en Þóra Hrönn, þú jafnar þig í veiðinni og kemur stálslegin til baka á laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband