Hlaupið að heiman...


Ekki fór ég áætlaðan hring í gær.... Blush
Bertha eða leifarnar af henni, var hvæsandi úti og gerði þetta allt svo ókræsilegt... ég fór frekar í bíó og sá Mamma Mía með dætrunum.... miklu betra en að hlaupa úti með Berthu.  Ég veit ekki hvað framleiðandi myndarinnar var að hugsa að velja Meryl Streep í aðalhlutverkið.... hún dró hlutverkið niður.... en hvað um það, myndin sjálf var mjög góð.

Í dag vann ég í ritgerðinni minni og hljóp síðan að heiman. Ég hitti Möggu og Þóru Hrönn við lækinn þar sem þær voru að leggja upp í öfugan Norðurbæjarhring. Frábært. Bertha hélt sér til hlés á meðan, var stillt og það rigndi ekki heldur. Ég endaði í 11, 2 km. sem er ágætt fyrir mig.

Næst er það á fimmtudag kl 17:30  Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,  Ég held nú að allir hefðu verið ángæðir með 11,2 km. Ég ætla að taka Áslandið í fyrramálið ef einhver er í stuði. Fer út úr bænum um hádegisbilið.

Kveðja, Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:43

2 identicon

Sælar,

Við Þóra Hrönn ætlum að hlaupa kl 10 í fyrramálið.   Bara gott mál að fara fyrir hádegi.
Ef fleiri geta mætt á þessum tíma ..... þá er það bara frábært

Við förum við Áslandshringinn... brekkur  

Kv. Bryndís

Bryndis (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband