Rexburg Teton DAM Marathon & Half-Marathon, Marathon Relay, 10K, 5K, Fun Run
Rexburg, ID USA, June 14, 2008 ..... http://www.dammarathon.com
Klukkan hringdi kl 4:15, og ég hafði eina ferðina enn sofið illa. Lúlli ákvað að keyra mig alla leið upp að stíflu..... réttara sagt leifunum af henni, því stíflan var ekki endurbyggð. Við eltum því rúturnar uppeftir. Hann fór svo á hótelið í sturtu og morgunmat og tékkaði okkur út fyrir kl 11.
Ég hljóp af stað með hinum kl. 6:30.... fann strax fyrir lofthæðinni... átti erfitt með að anda. Vildi samt ekki gefast strax upp og fara að ganga. Leiðin var erfið, margar langar brekkur og 8 mílur af leiðinni var á malarvegi.
Ég varð fljótt ein.... og nákvæmlega ekkert að sjá á leiðinni. Þau eru oft svona þessi litlu hlaup... í litlum bæjunum.
Svo varð kominn 25 stig hiti um kl 8. Ég hætti að reyna að hlaupa fljótlega, og stóð oft á öndinni við að reyna að ganga hratt. Ca helminginn af leiðinni fékk ég heitan vindinn í fangið.
Kom í mark á 6:00:59 á mína klukku....
Idaho var 25. fylkið og þar með er helmingurinn að þeim búinn... og vonandi er ég þá búin með öll fjallafylkin..... Bíðarinn verður að fara að velja borgarhlaup fyrir mig
Strax eftir hlaupið keyrðum við til Salt Lake City (ca 4 tíma keyrsla)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 15.6.2008 | 02:21 (breytt 29.11.2008 kl. 18:30) | Facebook
Athugasemdir
Halló allar saman, Ég er búin að vera á miklu ferðalagi um Kína og finnst þetta æðislegt. Ég hljóp 5 km með syni mínum í gær og vá það var svo heitt. En þetta var gaman. Fer á morgun til Amerkíku og þá fer að styttast í heimferð. Hlakka til að hlaupa með ykkur.
Kveðja, Þóra Hrönn
þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:14
Hæ allar afur, Nú er ég komin til San fransico og hér er líka heitt. Ég hljóp 10 km í gær þ.m.t. Golden gate brúin. Hér er æðislegt að hlaupa meðfram ströndinni. Ég hljóp með krökkunum mínum svo ég bætti mig heilmikið. Þetta er borg sem ég vildi eyða meiri tíma í. Annars sjáumst fljótlega.
Kveðja, Þóra Hrönn
þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.