Við komum allt of snemma hingað í morgun... dingluðum okkur eitthvað í yndislegu veðri. Dunduðum okkur við að finna staðina, expo-ið, markið og hvar ég á að mæta í rútuna.
Síðan sóttum við gögnin. Þetta er lítið maraþon, lítið expo en allt voða vinalegt. Oftast höfum við farið út án þess að vera búin að panta hótel... og aldrei lent í vandræðum... en á þessu svæði er betra að vera búin að panta.
Við vorum mjög heppin, ég hafði pantað mótelið heima, daginn áður en við fórum... það er í sömu götu og gögnin og markið. Svo það verður stutt fyrir Lúlla að fara. Núna er mótelið fullt.
Við förum í kartöflumáltíð kl 6. Kartaflan er vörumerkið þeirra. Maraþonið byrjar fyrir utan bæinn, við stíflu... og heitir stíflu-maraþon.... http://www.dammarathon.com/
Ég á að vera mætt í rútuna kl 5 og hlaupið verður ræst 6:30
Starting Elevation: 5357 ft. | Ending Elevation: 4900 ft.
Minimum Elevation: 4883 ft. | Maximum Elevation: 5413 ft.
Eins og sést erum við í nokkurri hæð frá sjó....
Við mættum í kartöflu-dinnerinn og þar var sagt að hlaupið væri haldið til minningar um þann skelfilega atburð, þegar stíflan brast 4.júní 1976.
Í þeim hamförum munaði minnstu að bærinn þurrkaðist (kanski andstætt orð).... þurrkaðist út.
Þaðan er nafnið á hlaupinu komið og þess vegna byrjar hlaupið á stíflunni.
Flokkur: Íþróttir | 13.6.2008 | 21:02 (breytt 14.6.2008 kl. 02:01) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.