Rock´N´Roll Marathon San Diego, 1.júní 2008

Rock 'n' Roll Marathon - San Diego, California, Sunday, jun 1 2008, kl 6:30
http://www.rnrmarathon.com/home.html 

SanDiego 1.jún.2008 Við vöknuðum kl. 4 í nótt, það mátti ekki seinna vera. Við erum stutt frá flugvellinum þar sem rúturnar eru og bílastæðin. Við vorum á síðasta snúningi kl 5.15, bílateppan var svo mikil, allir að koma á síðustu stundu. Annars væri hægt að skipuleggja þetta betur.... sleppa öllu þessu rútuveseni. Hlaupið hefði getað byrjað við annan enda flugvallarins og endað hinum megin og allir labbað til og frá bílum. Í staðinn voru rútur að keyra alla á byrjunarreit einhverjar mílur í burtu og svo endaði hlaupið 3 mílur frá flugvellinum... sem kostaði rútur á bílastæðin. 

SanDiego 1.jún.2008 021En ég var heppin og náði í startið á réttum tíma, en Lúlli sagði að 5 mín eftir starttíma var fólk enn í stíflum á götunum. Leiðinni hafði verið breytt síðan ég hljóp hérna síðast (2003)....  veit ekki hvort það var til batnaðar því síðast var endamarkið nær og rútur á bílastæðin voru óþarfar.
Ég held þeir valdi illa þessum fjölda sem er farinn að safna músik-maraþonunum, þjónustan á leiðinni hafði dalað, ekki allt til á drykkjastöðvum, færri hljómsveitir og vesen með rúturnar. Sjálfboðaliðarnir á drykkjastöðvunum á leiðinni voru samt sem áður frábærir.

Eins og í síðast hlaupi vildi ég ekki skokka of mikið... fljótlega kom sólin og steikti okkur, gott að ég var með sólarvörn 50 eins og síðast.

Maraþonið mældist kílómeter of langt og ég kom í mark á 6:03:01 á mína klukku.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur Bryndís til hamingju. Ef einhver les þetta þá ætla ég að skokka kl. 18:00 í dag aðeins seinna vegna fundarsetu í Reykjavík. Ætla mér helst af öllu að ná góðri viku fyrir Kínaferðina sem hefst n.k. föstudag.

Kveðja, Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband