Áfram Byltur

 

Við hlupum fjórar í dag og Fluga, rigningin skipti engu máli. Farinn var Setbergshringur og mátti ég vera í beinu sambandi við almættið, því ég fór allt of hratt af stað, Tounge
en ég er komin af stað. Það er fyrir mestu, það er svo auðvelt að gróa við götuna.

Kemst þótt hægt fari  Wink

Ég hvet allar Byltur að mæta í Flugleiðahlaupið á fimmtudag kl. 19.00 og skrá sig í sveit.... sem auðvitað heitir Byltur, hvað annað Joyful

Munið.... við vorum dregnar út í fyrra, fengum Pizzuveislu,
svo það er um að gera að mæta.

Koma svo, því við erum bestar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sælar Byltur

Það væri ágætt að þið skrifið hvort þið ætlið í Flugleiðahlaupið,
ég veit að Soffía er að vinna og kanski Magga, Þóra Hrönn og Ingileif ætla ekki.....
ég var að hugsa um að fara....  en ef engin ætlar, er ég spenntari fyrir Áslandsbrekkunum.

Svo skrifið hug ykkar.....   

kveðja Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, 6.5.2008 kl. 10:35

2 identicon

Hæ hæ, Ég, Ingileif og Þórdís ætlum að hlaupa á fimmtudagsmorguninn kl. 7:00 og látum það nægja fyrir þann dag. Við erum allar uppteknar seinni partinn. Svo erum við Ingileif að skella okkur í Norðurbæinn núna kl. 16:00. 

 Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:25

3 identicon

Glæsilegt hjá ykkur stelpur  

Þá á bara Jóhanna eftir að ákveða sig ???

Kveðja Bryndís

Bryndís Svavars (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:44

4 identicon

Hæ hæ, hrikalega eruð þið duglegar . Ég kemst því miður ekki í Flugleiðahlaupið, býst við að hlaupa kl.17:30 á fimmtudaginn.

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:05

5 identicon

Sælar, ég fer á morgun  Laugardag, ég ætla að reyna  fara 15 km  hver ætlar að hlaupa á morgun ? kv. Magga

magga (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:59

6 identicon

Hæ,

ég er með barnabörn þessa helgi og hleyp ekki í fyrramálið,
er að gæla við að hlaupa annað hvort í eftirmiðdaginn eða á sunnudag

kveðja Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:50

7 identicon

Hæ stelpur, Aðeins til að gefa skýrslu þá fór ég með Möggu í morgun og hlupum við mjög skemmtilega leið í Garðabæinn og svo Arnarnesið og heim meðfram sjónum. Við enduðum í 15 km. Þetta var allt mjög þægilegt bara göngustígar engar brekkur. Veðrið var  svo gott. Við ætlum að fara á mánudagsmorgun kl. 10:00. Annars góða helgi.

 Kveðja, Þóra Hrönn 

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband