Úps


Til hvers að hafa hlaupadagskrá og fara svo ekki sjálf eftir henni .... Sorry Blush

Við Soffía ætlum að hlaupa kl 6 í dag, hún kemst ekki fyrr. 
Svo að ef það hentar einhverri annarri, þá verðum við mættar við gamla Lækjarskóla kl 6 í dag og ætlum að fara Setbergshringinn.

Hverjar eru bestar Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjar eru bestar?? Það fer að verða stóra spurningin. Við Magga og Jónína hlupum Setbergshringinn kl. 17:30. Fórum rólega til að byrja með en enduðum svo á því að taka spretti.  Ætlum kl. 10:00 1. maí upp á Kapla og taka fleiri spretti. Annars gleðilegt sumar allar saman.

Kveðja, Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:35

2 identicon

Sælar,

glæsilegt hjá ykkur, gott að taka spretti,

Hverjar eru bestar ?   Ekki spurning.... það eru Bylturnar

kveðja Bryndís

bryndís (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

það var sko ég Jóhanna (ekki Jónína) sem hlupum kl.17:30.

Ég var þó ekki eins dugleg og Magga og Þóra Hrönn, hljóp styttri hring og tók bara 2 pínu ponsu spretti í blálokin, en þetta kemur allt saman

Jóhanna Fríða Dalkvist, 29.4.2008 kl. 07:58

4 identicon

Sælar,

Ég er að fara í próf eh 13.30-16.30 ... hleyp ekki í dag,
aðalástæðan er sú að ég ætla í háskólahlaupið á morgun og svo plana ég að fara áslandsbrekkurnar á fimmtudag.
Maður verður að byrja rólega

Byltur..... það lítur sterklega út fyrir endurfundi á fimmtudag kl. 17:30 

kveðja Bryndís

Bryndis (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:40

5 identicon

Hæ hæ,

Við ætlum kl. 10:00 um morguninn á fimmtudaginn ég, Magga, Jóhanna og ábyggilega Þórdís. Og kannski kemur Ingileif.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:22

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Frábært ég læt Soffíu vita

Kveðja Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

skýrsla dagsins:

Ég fór í hálftíma í morgun og náði 4 km, þokkalega sátt með það, er að fara í gönguna með Hafnarfjarðarbæ núna. Var rooooooosa þreytt eftir fimmtudaginn en er sprell alive, það sem ekki drepur mann, það styrkir mann

Ég þarf að fara eitthvað seinna á mánudag, því ég verð að vinna til 17:30.

sjáumst

kveðja, Jóhanna

Jóhanna Fríða Dalkvist, 3.5.2008 kl. 10:28

8 identicon

Hæ allar, Við Ingileif fórum kl. 6:45 í morgun nærri 11 km. Nokkuð góðar með okkur. Förum eftir plani á mánudaginn.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband