New Orleans Mardi Gras Marathon, 24.febr.2008


Nei, þetta er ekki hass-maraþon..... New Orleans febr.2008 013

Gleymdi að spyrja hvernig nafnið væri komið til. 
En hvað um það, maraþon var afgreitt í dag, 24 febr.2008,  maraþon sem mældist 43 km samkvæmt Garmin-úrinu.

það var frekar heitt og rakt, sem tók sinn toll af gömlu.
Fyrri hlutinn gekk mjög vel var 3 tíma með hann, en þá duttu út hálfmaraþonarnir og bæði leiðin varð langar einmanalegar götur þar sem varla sála á ferð og svo hitnaði verulega í sólinni. 
Ég reyndi að halda dampinum en tókst illa, var 3;45 með seinni hlutann.... slakari tími en í Phoenix í janúar, en það er auðvitað ekki hægt að jafna þessu maraþoni við musik-maraþon.

Louisiana er afgreitt, sem 21. fylkið.
það er ekki eftir það sem er búið.......Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bryndís, Það verður nú ekki skafið af þér að þú ert dugleg. Til hamingju. Ég hljóp í gær með Möggu. Það var fínt að fá félagsskap. Ég fer í frí á föstudag ætla að fara í kuldann í Alaska og þaðan á vélsleða yfir til Kanada. Dawson heitir bærinn. Við sjáumst þegar Byltur sameinast á ný með hækkandi sól.

Kveðja, Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband