Mættar: Rannveig, Þóra Hrönn og Bryndís.
Við fengum frábært hlaupaveður í dag. Við hlupum samviskusamlega eins og áætlað var til Bessastaða í heimsókn til Óla og Dorritar. Vorum ákveðnar að klukka tröppurnar og hafa þar löggilta drykkjarstöð. Þegar við hlupum heimreiðina fór rúta með útlendingum fram úr okkur.
Eins og kurteisir Íslendingar heilsuðum við fólkinu við kirkjuna og hlupum að forsetabústaðnum. Þar kom enginn út, heppni að við vorum með vatn í drykkjarbeltum. Síðan snérum við til baka, hlupum sömu leið. Þegar við komum að A-Hansen var rútan þar.... aumingja fólkið hafði hvorki fengið vott né þurrt hjá Óla og Dorrit, frekar en við. Við ákváðum að gleðja það aðeins og sungum um leið og við hlupum framhjá..... We are the champions my friend.... Ég er alveg viss um að við redduðum deginum hjá blessuðum útlendingunum.
Lokaspretturinn er eftir Austurgötunni og þar býr Þóra Hrönn. Hún stakk upp á að hún bæði manninn sinn að taka afreksmynd af okkur bak við húsið og viti menn .... þar var höfðingjamóttakan sem við væntum á Bessastöðum. Bakki með vatni, klaka og sítrónusneiðum.
Flokkur: Íþróttir | 12.8.2007 | 14:24 (breytt kl. 17:43) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.