Ég var á keyrslu allan gærdaginn en tókst að hvílast ágætlega fyrir hlaupið.. enda á kolvitlausum tíma.
Ég vaknaði 3:30 en hlaupið var ræst kl 5:30. Þetta var blautur dagur. Fyrst kom smá dropaskúr og úði, en svo komu helli dembur og þá safnaðist í polla.. í rigningu fæ ég alltaf nuddsár af fötunum. mig vantaði ekki þetta fylki en ferðin er farin til að klára aftur 3ja hring um USA.. og það verður eftir 3 daga í Bristol Tennessee.
Ég var samferða Natalie nokkrar ferðir. Hún ætlaði að koma til Íslands og ég ætlaði að keyra hana til Eyja að sjá fílinn.. en hún greindist með 4stigs krabbamein og er nú í meðferð við því, svo ferðin frestast.
Alabama #4
Strava mældi það 43,94 km
Held þetta sé maraþon nr 280
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 26.3.2024 | 23:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.