Við komum frá Orlando gegnum NY að kvöldi 5 jan.. ég var rétt lent þegar ég fékk hringingu frá Hrafnistu.. Mamma var orðin mjög veik.. daginn eftir var hún sett í lífslokameðferð og lést 7.jan.. Það fór því ekki mikið fyrir æfingum þennan mánuðinn.. þó syntum við systur á föstudögum.. Mamma var svo jarðsett 24.jan.
Ég var síðan ráðin til Skagafjarðarprófastsdæmis frá 1. febr.. og þar var snjór og mikill klaki á götum.. ég keypti því kort í þrekmiðstöð, þó ég elski ekki bretti.. og eyði ofboðslegri orku í að venjast því..
12.jan.. 1000m skrið
15.jan.. 10,5 km skokk m/Völu í hálku
19.jan.. 1000m skrið
25.jan.. 5 km skokk
26.jan.. 1000m skrið
10.feb.. Bretti 3 km
12.feb.. Bretti 3 km
15.feb.. Bretti 3 km
17.feb.. Bretti 3 km
19.feb.. Bretti 3 km
21.feb.. Bretti 4,1 km
24.feb.. Bretti 4 km
27.feb.. Bretti 4 km
Flokkur: Íþróttir | 18.3.2024 | 12:32 (breytt 24.9.2024 kl. 17:36) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.