Vá, ég trúi þessu varla sjálf.. en í dag hljóp ég síðasta fylkið í 3ja hringnum mínum um öll 50 fylki USA.. 3 hringir þýða 150 maraþon.. Eftir yfir hundrað flugferðir, hundruði hótela og mörg þús mílna akstur.. þá er þriðja hringnum lokið.. ótrúlegt en satt.
Hótelið var í 10-15 mílna fjarlægt frá startinu..
Klukkan stillt á 2:45. Kl 4:30 lagði ég af stað, 20 mín keyrsla á start, í miðborginni. Ég var að vonast til að það væri ekki búið að loka götunni við bílastæðahúsið en það var búið að loka mörgum götum, einstefnur og ég fann ekki strax annað bílastæðahús..
Fann loksins bílastæðahús við hliðina á Mariott.. beið um hálftíma í bílnum en lagði síðan af stað og kom snemma á startið.. hiti var um frostmark.. Við startlínuna var ég óvænt tekin í sjónvarps viðtal á CBS12..
Hlaupið var ræst kl 7 og mér gekk ágætlega, fann samt fyrir grindarlosinu vegna veghallans. Ég var ekki hálfnuð þegar ég fór að finna að það jaðraði við krampa í hægri kálfa en það rjátlaðist af þegar ég vandaði mig við að slaka á vöðvanum. Þjónustan var góð á leiðinni, drykkjarstöðvar á milu millibili og veðrið var þægilegt.
Það var ólýsanlegt að koma í mark og hafa klárað 3ja hring um USA. Ég var síðan heppin að hafa valið bílastæðahús við hliðina á Mariott, því Mariott var með strætó þangað.
Richmond Virginia Marathon..
3x USA..
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 23.11.2023 | 11:51 (breytt 25.11.2023 kl. 14:52) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.