Reykjavíkurmaraþon 19. ág 2023

Ég var skráð í heilt maraþon.. en breytti í hálft.. það var margt sem hjálpaðist að.. en það var ekki auðvelt að breyta, búin að fara heilt síðustu 23 skipti í RM.. veðrið var gott, leiðin ágæt.. en ég var greinilega ekki búin að ná mér eftir Alaska í júlí .. en ég var svo slæm af grindarlosi eftir maraþonin þar.. að ég varð að útskýra uppi flugstöð að ég væri ekki fötluð, ég hefði bara verið að hlaupa.. Svo var ég óvenju sárfætt í dag.. sennilega eru skórnir búnir.. EN það hafðist að klára hálft maraþon..

20230819_ReykjavíkÉg hitti Jane Sturzaker hún er í Marathon Globetrotters eins og ég, hún kom frá Ástralíu.
Hún ætlar að finna time friendly maraþon fyrir mig í Ástralíu 👌🥰🥳
Ég bað fólkið í tímatökuskúrnum að laga skráninguna, en ég á að senda tölvupóst..

Ég man ekki hvenær í veröldinni ég fór hálft síðast, enda er markmiðið alltaf að fara heilt.. sennilega er ég með eitthvað um 40 hálf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband