Twin Lakes Marathon Juneau Alaska, 28.júlí 2023

Þrátt fyrir nær enga æfingu var ég þokkaleg eftir gærdaginn, ég fékk far með Bettie, Jim og Henry á startið sem var kl 7 am. Það var sama leið en mér gekk ekki eins vel og í gær, þreyta, tímamunur, hallinn á stígnum og grindarlosið gerðu vart við sig, ég dróst aftur úr, reyndi að vera á grasinu við hliðina þar sem var hægt og þurfti að setjast á bekkina í síðustu ferðunum.. ég kláraði síðust og fékk lestina.. Íslandsvinurinn Keikó var á peningnum..

20230728 Juneau Alaska againég var svo heppin að fá far á hótelið til að sækja töskuna, þvo kattarþvott í vaskinum og skipta um föt.. og fá skuttluþjónustu upp í flugstöð.. þar var ekkert um að vera, lítil stöð og ég mætt tímanlega.. ég settist og tók því rólega um klst.. þegar ég ætlaði að standa upp gat ég varla gengið.. og varð að útskýra fyrir eftirlitinu að ég þyrfti ekki aðstoð, ég væri ekki fötluð, ég hefði bara verið að hlaupa..

ég átti flug um kvöldið til Seattle, lenti þar um miðnætti og henti mér í rúmið án þess að fara í sturtu.. Hvílíkt og annað eins..

Maraþon nr 272
Strava mældi leiðina 44,99 km 
Alaska.. tékk fyrir 4.hring hahahaha
Ennþá 4 fylki eftir í 3ja hring um USA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband