Við flugum út til Baltimore 29.maí.. og keyrðum til Delaware.. þegar ég ætlaði daginn áður að finna startið í Lums Pond State Park kom ég að lokuðu hliði..
Ég stillti klukkuna á 3am.. og fór snemma að sofa. Græjaði mig og fót út kl 4am, 20 mín keyrsla á start.. keyrði að aðal innganginum í garðinn, nú var allt opið. Startið var kl 5am í myrkri en birti fljótlega.
Leiðin var ágæt, einn þriðji var á möl og grasi, einn þriðji var skógarstígur og restin var á malbiki.. Heilt maraþon var 16 ferðir fram og til baka. Hitinn var ekki til vandræða og nægur skuggi á leiðinni..
Delaware -tékk
Strava mældi maraþonið - 46,56 km
9 fylki eftir í 3ja hring um USA
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 2.6.2023 | 00:29 (breytt 6.8.2023 kl. 17:35) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.