Eins og áður var klukkan stillt á 3:30.. og hlaupið nokkrar mílur í burtu. Þegar ég vaknaði vissi ég ekki hvort ég ætti að fara, blaðran undir táberginu sprungin og helaumt að stíga niður.. en mín tók verkjatöflur og tróð sér í skóna.
Ég hef hlaupið þetta hlaup áður en var búin að gleyma brekkunum.. 14 talsins á leiðinni fram og til baka og amk 3 þeirra háar og brattar.. já góðan daginn.. 168 brekkur.. margir voru farnir að beita ýmsum aðferðum til að fara niður þær.. Hitinn var um frostmark þegar við byrjuðum.. vægast sagt erfiður dagur en hafðist.
Meira seinna.
Maraþonið mældist 43,74 km
West-Virginia er 40. fylkið í 3ja hring um USA
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, MARAÞON | 29.3.2023 | 22:11 (breytt 10.4.2023 kl. 18:41) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.