Klukkan var stillt á 3:30 en ég var vöknuð löngu áður.. hafði sofið ágætlega.. Eftir venjulegan undirbúning tékkaði ég mig út.. það voru um 7 mílur á startið..
Hlaupið var ræst kl 6:30 og 16 marflatir hringir fyrir fullt maraþon.. Fyrsti klukkutíminn er alltaf í myrkri.. en síðan fór sólin að skína. Hitinn fór sennilega í 85°F, því hann var í 80 þegar ég var búin..
Þetta hlaup var erfitt, enginn skuggi á leiðinni, stígurinn var með vatnshalla sem veldur spennu og verkjum í lífbeininu hjá mér, því ég er með grindarlos, aðrir finna ekkert fyrir smá halla.. Ég þreyttist í bakinu eins og venjulega.. en verst var að fyrir síðasta hringinn uppgötvaði ég blöðru undir táberginu.. EN þetta hafðist, ég kláraði.
Meira seinna.
Maraþonið mældist 44,19 km
N-Carolína er 39. fylkið í 3ja hring um USA
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, MARAÞON | 28.3.2023 | 02:34 (breytt 10.4.2023 kl. 18:38) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.