Áramóta-annáll fyrir árið 2022

GLEÐILEGT ÁR 2023

Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2023 um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er, eins og í fyrra skrifaður heima í Hafnarfirði.
LOKSINS var sóttvarnar-takmörkunum aflétt og ég gat farið til USA að hlaupa.. Hello America, here I come.. Í fyrstu ferð flaug ég til Orlando og keyrði til Alabama og hljóp 1 maraþon.. Í apríl fór ég 2 maraþon, í maí tók ég aftur 2 og 3 í júní.. 

20230101_110829, verðlaunapeningar 2022Ég átti síðan aðgang í júlí fyrir San Francisco en flugvélin lenti hér á CODE RED vegna bilunar og flugi frestað um sólarhring.. en þá var ferðin ónýt fyrir mér.. Ég skrifaði þeim út og fékk að hlaupa VIRTUAL.. Þessi aðgangur var síðan 2020 en Vala ætlaði með mér í þá ferð.. Við ætluðum að hlaupa 5 km saman daginn fyrir maraþonið.. Svo við Vala hlupum saman 5 km (virtual) á laugardeginum, og á sd hljóp ég rúmlega 20 hringi í kringum Hvaleyrarvatn fyrir maraþonið.. Síðasta maraþon ársins var síðan 1.okt í ferð okkar Völu til USA.

Ég átti aðgang í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021.. sem var frestað til 17.okt 2021.. því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023.. Það er sorglegt að segja frá því að ég þurfti að endurnýja aðganginn í nokkurra daga glugga, ég var erlendis þegar hann opnaðist en ég taldi að ég næði því þegar ég kæmi heim, en tímamunurinn við Japan var svo mikill að ég var KLST of sein.. Þetta var BÖMMER ársins.. ég sem komst inn í gegnum lottóið í 3ju tilraun og búin að eiga pöntuð hótel í 5 ár.. fer ekki til Tokyo..

Ég átti líka aðgang frá 2020 í Anchorage Alaska en það lenti á menningarnótt þetta árið og þennan dag hljóp ég ekki neitt vegna brúðkaups Lovísu og Gunnars.

Ég hjólaði, gekk og skokkaði með Völu, fór nokkrar ferðir á Helgafellið, tók ratleikinn með systrum og synti með þeim á föstudögum ef ég var á landinu.

Maraþonin eru komin í 262 + 1 virtual
Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin í 3ja hring um USA eru komin 37
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2023

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband