Maraþon í Holyoke MA...
Þó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta...
Maraþonið var ræst kl 5, grenjandi rigning, brautin var malarstígur úr í eyju og eftir henni... og innihélt 7 brekkur x12 ferðir...
Ég kom sjálfri mér á óvart... var með ferskari fætur en ég hélt... kannski af því að ég vissi að þetta væri síðasta maraþonið í þessari ferð.
Þetta er maraþon nr 261
Vegalengdin mældist 44,69 km
MA er 36 fylkið í 3ja hring um USA
Vegalengdin mældist 44,69 km
MA er 36 fylkið í 3ja hring um USA
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 10.6.2022 | 12:37 (breytt kl. 12:46) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.