Maraþon í morgun í Simsbury CT og ekki halda að allt hafi verið eins og ætlað var... frekar en annað óvænt í þessari ferð...

Þegar ég athuga blaðið, þá ruglaðist ég á dögum... setti inn hnit fyrir næsta miðvikudag... ég grét í 3 sek... mátti ekki vera að að gráta lengur...
Rétt hnit voru 50 mín í burtu, en mín var 25 mín á leiðinni... ég fékk að fara strax af stað uppá starttíma kl 5...
Brautin var nokkuð slétt, kalt og rakt í upphafi en varð heitt, nokkrir skuggar á leiðinni... er þetta ekki orðið gott
Þetta hlaup er til heiðurs Indíu Carmen 8 ára í dag... en þegar hún fæddist var ég hálfnuð í maraþoni í Illinois í Heartland Seríunni...amma er aldrei heima.
Þetta maraþon er nr 260
Vegalengdin mældist 44.km
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 10.6.2022 | 12:27 (breytt kl. 12:33) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.