Já, eins og verður hægt að lesa bráðum á ferðablogginu, þá hefur ferðin frá upphafi verið eiginlega ,,á síðustu stundu".
Ég stillti klukkuna á 2am og var lögð af stað kl 3:15, Bærinn sem ég gisti í er 40 mílur í burtu, sveitavegir hafa lægri hámarkshraða og svo keyri ég alltaf hægar í myrkri... það borgar sig líka að hafa tímann fyrir sér þegar maður leitar að starti í koldimmum garði... Hvernig sem ég leitaði fann ég ekki fölkið... þegar ég var búin að missa af early-startinu kl 5, alveg ráðalaus, datt mér í hug að keyra í næsta bæ og finna hótel sem væri með net án lykilorðs... og gat sent skilaboð að ég fyndi þau ekki í Stokes State Forest... svar: Við erum í High Point... 13 mílur í burtu.
Mín keyrði eins og sannur Loony-and Maniac og mætti 40 sek fyrir start kl 6... þetta var svo sannarlega ,,hilly" 9 brekkur x 12 ferðir...
Þetta maraþon er nr 259
Vegalengdin mældist 43,49 km
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 4.6.2022 | 23:38 (breytt 10.6.2022 kl. 12:42) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.