Ég keyrði í gær frá Chicago, 385 mílur eða 623 km og það sat aðeins í mér... Ég gisti í Cairo IL, 28 mílur í burtu frá Columbus. Var með vekjarann stilltan á 3:30 en var vöknuð fyrr, enda á röngum tíma. Hlaupið var ræst 5:30 í myrkri og leiðin meðfram Mississippi River. Leiðin var mjög krefjandi, 5 brekkur í hring og 14 hringir og þetta varð mjög heitur dagur... en ég komst í gegnum þetta.
Ég hitti marga vini sem sögðu allir að þetta væri erfiðasta brautin í seríunni,.. Ég fékk ,,The cabuch" síðasta lestarvagninn, nú eru nýjar reglur, sama persónan getur aðeins fengið síðasta vagninn einu sinni í hverri seríu...
Þetta maraþon er nr 255
Vegalengdin mældist yfir 46 km og tíminn yfir 9 klst
Þetta er 30.fylkið í 3ja hring
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 22.4.2022 | 23:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.