Já, góðan daginn, fyrsta maraþonið í tvö ár og 4 mán og fyrsta langa vegalengdin eftir ökklabrotið. Ég flaug til Orlando og keyrði tæpar 400 mílur eða rúml 600 km til Eufaula. Ég áttaði mig ekki á að hlaupið var við fylkismörkin og síminn stillti sig við rangt mastur og ég vaknaði (2:45 í stað 3:45) og mætti á staðinn klst of snemma.
Hlaupið var ræst kl 5:30 á staðartíma og heilt maraþon var 12x fram og til baka. Fyrstu tvær ferðirnar voru í myrkri og ég hafði gleymt höfuðljósi... Ég var með göngustafi með mér sem ég notaði flestar ferðirnar...
Margir af mínum gömlu vinum voru mættir... og fagnaðarfundir. Það hitnaði fljótlega, en á stöku stað fékk maður ferskan vind á móti. Síðustu tvær ferðirnar fann ég þreytuverk þar sem skúfurnar voru í ökklanum.
Ég komst í gegnum þetta, eiginlega undrandi að ökklinn var í lagi en restin af skrokknum var þreyttur... Ég gekk það allt, þorði ekki að hlaupa fyrstu 5 km í myrkrinu án höfuðljóss... eins og ég hafði ætlað.
Maraþon nr 254
29. Fylkið í hring 3 um USA
Vegalengdin mældist 43,27 km og skráður tími er 8:39:39
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 25.3.2022 | 21:54 (breytt 3.5.2022 kl. 21:57) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.