Ég hef verið slæm í maganum í nokkra daga og frétti að kveisan væri svo slæm á Tálknafirði að leikskólanum hefði verið lokað. Við fórum suður 2.mars því ég átti læknatíma, bæði heimilislækni og augnlækni, en ég er að bíða eftir augasteinaskiptum.
Ég átti að hlaupa maraþon í Tókýó í mars en því var frestað til 17.okt (afmælisdagur Lovísu) því ráðstafanir vegna Covid eru eins og jójó, herða/slaka til skiptis... ég hef verið ragari að hlaupa á klaka í vetur... en reyni að halda mér við með göngu.
Síðast en ekki síst byrjaði gos í Geldingadölum 19.mars kl 21:30
1.mar... 5,1 km ganga
2.mar... Keyrði suður... 18 km hjól fyrir sunnan m/Völu
4.mar... 8 km hlaup m/Völu, Hrafnista
5.mar... 1 km sund m/systrunum
6.mar... sund með barnabörnum
7.mar... Keyrði vestur...
8.mar... 6 km hlaup
10.mar... 6,3 km ganga
11.mar... 11,2 km ganga, skrifaði 3 orð á Wembley
12.mar... 10,3 km ganga ein
13.mar... 6 km ganga m/Esther
15.mar... 5,2 km ganga
16.mar... 5,2 km ganga
17.mar... 5,1 km ganga með Selinu í rigningu
18.mar... Keyrði á fund á Ísafirði, 2km ganga þar
19.mar... 5,1 km ganga
20.mar... 5,3 km hlaup
23.mar... 7,5 km ganga, gerði páskaunga á Wembley
24.mar... 6,3 km ganga ofaní páskamyndina, með Selinu
25.mar... 4,1 km á Wembley, skrifaði COVID-19
26.mar... 5 km ganga ein
29.mar... 10,2 km ganga (tvisvar 5,1 km)
30.mar... 8,2 km ganga (6 + 2,2 km)
31.mar... 6,1 km ganga
Flokkur: Íþróttir | 28.6.2021 | 11:06 (breytt kl. 12:39) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.