Það er eiginlega ófyrirgefanlegt hvað ég hef verið léleg að færa inn hreyfinguna. Það er ekki það að ég haldi ekki utanum hana, ég bæði skrifa km inn á dagatalið og svo geymir strava allt. En ástæðan fyrir að ég fór að þjappa saman hreyfingu mánaðarins í eina færslu er að mér finnst ég fá betri yfirsýn yfir hvað ég er að gera. Að vísu er augljósara hvað ég er að gefa eftir, fara styttra og svo hleyp ég hægar en hreyfingin á að vera fyrir mann sjálfan og eins og tíminn leyfir. Það eru ekki margar götur á Patró og mér finnst ég skapa tilbreytingu við að skrifa á Wembley... og það er auðveldara ef það er snjór.
1.feb... 10,1 km ganga, gerði hund á Wembley
3.feb... 5,1 km ganga m/Esther
4.feb... 5 km ganga ein
5.feb... 5 km ganga
7.feb... 5,1 km ganga
8.feb... 5 km ganga, heimsótti Laufeyju
9.feb... 5,1 km ganga m/Esther
10.feb... 6,3 km ganga, hittumst við Bröttuhlíð
11.feb... 6 km ganga, notaði snjóinn á Wembley til að gera 112
12.feb... 13 km ganga um bæinn, hitti nokkra og gekk með þeim.
15.feb... 5,3 km hlaup og 5,1 km ganga
16.feb... 5,2 km ganga
17.feb... 7,3 km hlaup og 4,1 km ganga
18.feb... 6 km ganga
19.feb... 6,1 km ganga
20.feb... 10,2 km hlaup
22.feb... 6 km ganga + 5,1 km
23.feb... 10,2 km hlaup í miklu roki
24.feb... 5,2 km ganga, mjög kalt og hvasst
25.feb... 4 km ganga
27.feb... 6,2 km ganga
Flokkur: Íþróttir | 28.6.2021 | 10:20 (breytt kl. 10:24) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.