Hreyfing mars 2020

Já það er leitt að komast ekki til Tokyó, en ég á öruggt pláss á næsta ári. Ég hef verið með of háan blóðþrýsting og aðeins þrýsting í höfði svo ég ákvað að fara ekki of geyst af stað aftur. 1.mars keyrði ég aftur vestur. prófaði að fara út en ég frysti á mér lungun efti 3 km svo ég ætla að láta það bíða aðeins.

 3.mar... 3 km prófaði mig úti
 6.mar... 6 km á bretti
 9.mar... 8 km á bretti
12.mar... 10 km á bretti, þreytt

Það er skrítið að segja frá að ég datt einhvernveginn alveg niður í hlaupunum þegar samkomubann og lokað íþróttahús, hálka og andlát frænku minnar dundi yfir og ég tók að mér útförina 30.mars. Ég keyrði suður 27.mars og Vala trekkti mig í gang aftur... Takk Vala mín.

28.mars... 8 km ganga með ströndinni í Hafnarfirði.
30.mars... 16,2 km hjól m/Völu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband