Fairlands Valley Challenge
Stevenage, UK
July 21, 2019
http://www.fvchallenge.org.uk
Ég keypti mig inn í þetta hlaup vegna þess að mér mistókst að fara fjórða daginn í síðustu seríu. Flaug út á fimmtudegi og gekk á startið (3km) á föstudegi í grenjandi rigningu. Þá hafði mér tekist að hala niður Englandi og leiðinni á gpx. Þetta virkaði.
Leiðarlýsingin var 3 og hálf blaðsíða sem ég prentaði út heima.
... off road and self navigated challenge through the picturesque Hertfordshire countryside around Stevenage ...
Marathon Description
Klukkan var stillt á 5 og kl 7 beið leigubíll fyrir utan. Expo-ið var klst fyrir start. Startið var kl 8:15. Ég reyndi að hanga í hópnum út úr bænum.
Ef einhver heldur að þetta sé auðvelt þá er það mikill misskilningur. Leiðin var akvegur, gangstígur, skógarstígur, troðningur, slóð, gegnum ótal hlið, undir brýr og lá yfir engi, hveitiakra, gegnum kirkjugarð, gegnum runna, milli húsa, gegnum bæi, upp og niður hæðir í nær sveitunum... hvergi var merking í götu eða við stíg... bara lesa leiðarlýsinguna... sem sýndi mig stundum á gpx-inu við hliðina á stígnum.
Tvisvar sinnum rakst ég á hóp fólks sem var villt og gat bjargað því... svo ákvað ég að elta 2 konur, Tínu og Jasmin sem lásu stanslaust leiðbeiningarnar en hefðu villst ef ég hefði ekki getað tékkað í símanum hvort við værum á réttri leið. Það sem ég hafði áhyggjur af, var að verða rafmagnslaus af því að hafa forritið alltaf opið.
Á leiðinni voru 5 check-in points, þar sem ég gat fyllt á vatn og borðað eitthvað snakk.
Þetta maraþon er nr 247,
Garmin mældi það 44,85 km
og tímann 8:10:51
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 14.7.2019 | 23:24 (breytt 23.7.2019 kl. 17:14) | Facebook
Athugasemdir
http://www.fvchallenge.org.uk/media/other/39889/FVChallenge2019Results_Provisional.pdf
95 Bryndis Svavarsdottir Marathon Maniacs F WV55 08:10
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 23.7.2019 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.