REVEL Rockies Marathon & Half Marathon
Denver, CO USA
2.júní 2019
http://www.runrevel.com/rdv
Ég er á kolrugluðu róli. Ég náði í númerið um hádegið, fékk nr 1574... keypti morgunmat og gerði allt tilbúið svo ég gæti tékkað mig út um hánótt.
Klukkan var stillt á 12:30... það var enginn við svo ég gæti tékkað mig út kl 2:30. Síðasta Åúta á startið var kl 4.15... Ég var auðvitað mætt tímanlega og í fyrstu rútu.
Startið var í 3,2 km hæð, snjór í kring og ískalt. Fæturnir á mér frusu á þessum eina og hálfa tíma þar til var startað... þegar það þarf rútur til að keyra mann á startið þá þarf maður alltaf að mæta svo snemma í hlaupin.
Hlaupið var ræst kl 6 am... og hvílíkt erfitt að hlaupa niður, í mikilli lofthæð og frosin á fótunum. Þetta er tvímælalaust með því erfiðasta sem eg hef gert því annar kálfinn stífnaði upp og það endaði allt með hraðgönguskokki... ég semsagt kláraði. Hlaupið endaði í 1.770 m hæð.
Þetta maraþon er nr 242
Garmin stoppaði ekki, en samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn 6:00:52
garmin sýndi vegalengdina 42,7 km
Bryndis Svavarsdottir (F62) | 6:02:35 | 607 | 292 / 3 | F60-64 | 6:00:52 |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 31.5.2019 | 11:04 (breytt 1.7.2019 kl. 15:16) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.