Cuba Marabana 18.nóv 2018

marabanita_index


Marabana Havana Marathon
 

Havana, Cuba
18.nov. 2018

http://www.maratonhabana.com/eventos/index/en

Við sóttum gögnin fyrir hlaupið á föstudegi, sama dag og við komum. Það var lítið expo á flottasta hótelinu þeirra. Ég er nr 230. Maraþonið er á sunnudegi. Við þorum varla að borða hérna, hreinlæti hefur annan staðal hér.

Við gistum í gömlu Havana sem er hálfgert fátækrahverfi, einstaka hús er uppgert. Ég svaf illa fyrir götuhávaða... enda er helgi... klukkan var stillt á 4:30 en við vorum vöknuð áður. Ég borðaði brauðið mitt, hafði mig til og kl 6:15 gengum við á startið... sem var stutt frá. 

Hlaupið var ræst kl 7... göturnar voru sumstaðar eins og sandöldur, fyrstu 7 km var hlaupið meðfram sjónum og vorum við laus við umferðina en eftir það fékk maður eitrið í æð. Bílaflotinn er mjög gamall og mengun frá þeim mikil. Það vantaði ekki brosandi fólk sem aðstoðaði á leiðinni. Á drykkjarstöðvum var boðið upp á vatn í flöskum og svaladrykki í plastpokum. þjónustulundin var einstök en fátt í boði á leiðinni eða er mikill skortur af öllum nauðsynjavörum hérna.

Cuba Marabana 18.11 2018Hitinn var ca 25°c... meðfram sjónum var andvari og stundum dró fyrir sólu. Heila maraþonið var 2 hringir og hræðilega erfitt að hlaupa í gegn og eiga annan hring eftir. Á seinni hringnum fór ég að fá í magann... (var síðan með niðurgang fram að næsta hlaupi)
Það voru engin klósett á leiðinni og eina leiðin til að komast í gegnum þetta, var að ganga. Mér tókst að klára án þess að vera síðust... ég sá í blaðinu daginn eftir, að Will Smith var á meðal hlaupara... Það var enginn verðlaunapeningur afhentur í markinu. "Peningurinn" var í expo pokanum og afhentur sem minjagripur.

Eftir sturtu fórum við út og fengum við okkur að borða og svo snemma að sofa... Flug í fyrramálið.

Þetta maraþon er nr. 236
Garmin mældi vegalengdina 42,59 km og tímann 6:51:07

 Marabana Cuba 2018

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband