18.ágúst 2018
https://www.rmi.is
Ég sótti númerið á fimmtudegi af því að ég átti leið í Reykjavík. Ég fékk nr 171. Það var rosalega gott veður og ótrúlega margir að sækja gögnin sín fyrir laugardaginn.
ég reyndi að fara snemma að sofa en mér gekk ekkert vel að sofna og hvílast. klukkan var stillt á 5:30... ég vildi hafa góðan tíma til að græja tærnar og blöðrusvæðin á hælunum eftir löngu göngunum. Lúlli keyrði mig að hringtorginu hjá UMFÍ því allar götur voru lokaðar.
Ég var búin að auglýsa hópmynd með Marathon Maniacs... og svo hitti ég eitthvað af fólki sem ég þekkti. Þónokkrir voru mættir á tröppurnar um kl 8 am. Donna mætti því ég var búin að lofa að hlaupa með henni. Það var skítkalt í upphafi, hitnaði fljótlega en það var töluverður mótvindur og frekar svalur.
Hálfa og heila maraþonið var ræst kl 8:40 og við Donna vorum samferða þar til heila og hálfa skildust að á 18 km. Hún hleypur hægar en ég og það hefur bara virkað vel fyrir mig... Vegna minna vandamála, með grindarlos, þá fór veghallinn illa með mig... en mér gekk samt sem áður ágætlega. Öðru hverju dró ég einhverja uppi, spjallaði og hélt áfram.
Bíðari nr 1 beið eins og áður á ca 30 km og hjólaði fyrir aftan mig í markið. Munur að hafa einhvern til að tala við.
Þetta er 22.árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík.
Garmin mældi það 42,64 km og tímann 6:07:11
Maraþonið er nr 234
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Lífstíll, MARAÞON | 19.8.2018 | 00:05 (breytt 21.9.2018 kl. 20:21) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum RM var byssutími 6:08:01 og flögutími 06:07:14
00:39:33 (5km)
01:21:03 (10km)
02:54:07 (20km)
03:02:58 (21km)
03:38:48 (25km)
04:23:03 (30km)
05:26:40 (37km)
06:08:01 (mark) ... flögutími 06:07:14
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 21.8.2018 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.