Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 1, Breckenridge, MN
8.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Við flugum til Minneapolis, keyrðum til Breckenridge og sóttum númerið í Welles Park Fairground í gær, ég er nr 22. Við fórum í pastaveisluna, hittum eitthvað af fólki en stoppuðum ekki lengi... 6 tíma munur og langur ferðadagur og svo maraþon í miklum hita á morgun.
Við fórum snemma að sofa, vöknuðum kl 2:30. Eftir að hafa græjað mig fórum við á startið. Flestir í maraþoninu völdu early start kl 4:30.
Það var dimmt og höfuðljós nauðsynleg. Mér gekk ágætlega fyrst en svo fór hitinn og mikill raki að segja til sín. Ég fékk í magann, fór 3x á klósettið og í síðasta skiptið langaði mig ekki að standa upp.
Í upphafi var hitinn 25°c og raki um 50% og hækkaði fljótt... ég giska á 38-40 stiga götuhita í lokin... ég var bara dauðfegin að klára.
Þetta maraþon er nr 230
Garmurinn mældi vegalengdina 42,62 km og tímann 7:58:14... langt síðan mér hefur gengið svona illa.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 9.7.2018 | 10:02 (breytt 18.7.2018 kl. 00:19) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.