RnR Liverpool Marathon & Half Marathon, 5K, 1 Mile
Liverpool, United Kingdom
20.maí 2018
http://www.runrocknroll.com/liverpool
Við flugum til Manchester á fimmtudegi og tókum lestina til Liverpool. Við sóttum númerin fyrir bæði hlaupin á föstudegi, því 5 km hlaupið var á laugardeginum 19.maí. Í dag er konunglegt brúðkaup og þess vegna er verðlaunapeningurinn fyrir 5 km eins og demantshringur. Veðrið var ágætt - ekki of mikil sól og hiti um 18-20°c.
Maraþonið var á sunnudeginum kl 10 am... klukkan var því stillt á 7am og ég var lögð af stað í hlaupið kl 9. Það voru tæpir 2 km á startið.
Mér leist ekkert á hvað það tók langan tíma að ræsa hálfa maraþonið... 40 mín... svo ég laumaði mér framar í rásröðina í heila. Við vorum heppin með veður, skýjað í fyrstu og smá vindur öðru hverju. Þjónustan á leiðinni var ágæt. Þetta maraþon tók á enda mín aldrei í neinu sérstöku formi, frekar formleysi og oft stutt á milli maraþona.
Það var alltof mikið af brekkum í þessu hlaupi og ég hef sjaldan farið aðrar eins krókaleiðir... en í mark komst ég á endanum.
Þetta er í þriðja sinn sem ég hleyp í Englandi.
Þetta maraþon er nr 228
Garmurinn mældi það 42,28 km og tímann 6:28:42
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 20.5.2018 | 06:44 (breytt 22.5.2018 kl. 12:13) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.