VOR-MARAÞON FM Í REYKJAVÍK
Í ELLIÐAÁRDAL 21.apríl 2018
http://marathonhlaup.is
Ég komst því miður ekki inn í Sundaborg til að sækja númerið mitt og hljóp því númerslaus. Ég var búin að fá leyfi til að byrja fyrr og ætlaði ég að vakna kl 3 og byrja kl 4am... en ráðin voru tekin af mér. Ég fór nokkuð snemma að sofa en gekk illa að sofna og snéri mér í tóma hringi... ég sem sagt svaf vakandi. Síminn stilltur á 3 am en ég vaknaði ekki við hringinguna. Lúlli vakti mig 4:20... ég hentist í fötin og fór inneftir. 30 mín... Þetta hlýtur að vera met ;)
kl 4:50 hljóp ég af stað. Það var farið að birta, ég hafði einn lítinn vatnsbrúsa með mér og stólaði algerlega á að vatns-fantarnir væru opnir en þeir voru það ekki. Ég hafði vatn fram að snúningi úti á Nesi. Þá var ég líka farinn að finna að ég hafði borðað og drukkið of lítið eftir að ég vaknaði... hálfur banani og nokkrir sopar af vatni nægja ekki. Ég datt niður í leiðindi og strengdi þess heit á leiðinni að hlaupa þetta ALDREI aftur.
Leiðin til baka var því nokkuð erfið... ég var að drepast úr þorsta en var með nokkra gelhlunka sem ég borðaði. Ég drakk hálfan líter af kóki þegar ég kom aftur á startið en þeir áttu ekkert að borða... ég sótti hinn helminginn af banananum í bílinn og dreif mig í seinni ferðina. Ég var ekki komin að undirgöngunum þegar hlaupararnir voru ræstir.
Seinni ferðin var líka þræl erfið fyrir mig... ég var ekki hálfnuð út á Nes þegar ég fann að þorstinn var enn að plaga mig... ég drakk vel á drykkjarstöðinni við HR, sennilega of mikið því það sem var eftir af hlaupinu átti ég erfitt með að hlaupa. Ég var með verki eins og ég væri í spreng og fór 4x afsíðis en gat ekki pissað... og ef ég reyndi að hlaupa, varð ég að hlaupa stutt og vanda mig til að fá ekki sinadrætti framan á leggina. En þetta hafðist allt saman.
Ég svaf illa, svaf yfir mig, borðaði og drakk of lítið fyrir hlaup, var ekki með nóg vatn, drakk síðan of mikið, var eins og í spreng og fékk sinadrætti... Hvað gat fleira farið úrskeiðis í einu maraþoni?
Þetta maraþon er nr 227
Garmurinn mældi tímann 6:31:55 og vegalengdina 42,65 km
PS... og auðvitað á ég eftir að hlaupa þetta aftur :)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: MARAÞON | 21.4.2018 | 13:53 (breytt 5.5.2018 kl. 15:26) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.